Algengar Spurningar

  • Þú getur bókað með því að fylla út bókunarformið á síðunni. Því meira sem þú segir mér um hugmyndina þína, því auðveldara verður að meta verkið og finna tíma. Ég fer yfir allar fyrirspurnir sjálf og svara eins fljótt og ég get, en vinsældirnar geta stundum þýtt smá bið.

  • Það fer bæði eftir hugmyndinni þinni og hvenær þú sendir inn beiðni. Stundum gengur það hratt, stundum tekur það lengri tíma. Þú mátt alltaf senda mér línu ef þú ert ekki viss, og við finnum út úr því saman.

  • Já. Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald. Það tryggir þér dagsetningu og fer upp í heildarverðið.

  • Nei, aðeins fyrirfram bókaðir tímar. Ég flúra aðeins með fyrirvara svo hægt sé að undirbúa hvern viðskiptavin af virðingu og ró.

  • Ég mæli með að koma ein/n, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Stofan er lítil og það skiptir máli að hafa næði og rými til að einbeita sér að verkinu. Ef þú þarft að hafa einhvern með þér, láttu mig vita fyrirfram.

  • Ég útskýri allt vel með þér eftir tímann en í stuttu máli: haltu flúrinu hreinu, forðastu sólarljós, heita potta, sund og pikkið ekki í það. Góð húðhirða skiptir öllu máli og hjálpar litunum og línunum að haldast fallegar til framtíðar.

  • Bíddu að minnsta kosti í tvær vikur áður en þú ferð í vatn eða svitalosandi æfingar. Húðin þarf tíma til að jafna sig.

  • Já, í sumum tilfellum ef flúrin eru lítil. Þau krefjast sérstakrar undirbúnings svo endilega fylltu út bókunarformið vel og sendu með myndir af flúrinu sem á að hylja.

  • Algjörlega. Það þarf ekki að vera fullskrifað né fullmótað. Ef þú ert með mynd, orð, skissu eða bara tilfinningu, þá getum við byrjað þar.